Um verkið

Matilda er 5 ára stúlka. Hún er dóttir Sesselju og Ormars og á einn eldri bróður. Matilda er klár, klárari en börn á hennar aldri eiga að vera. Hún kenndi sjálfri sér að lesa og vill helst eyða öllum sínum tíma á bókasafninu. Hún er ekki metin að verðleikum heima hjá sér og foreldrar hennar nenna ekki að hugsa um hana. Þegar hún fær loksins að byrja í skóla uppgötvar hún að óréttlætið leynist víða. Hún deyr samt ekki ráðalaus og reynir allt sem í hennar valdi stendur til að koma réttlætinu fram bæði heima hjá sér og í skólanum. Þó hún verði stundum að gera eitthvað sem er bannað.