Handritið í heild sinni

Kraftaverk

 

(Herra Ormar stendur á sviðinu og talar í símann, inná sviðinu eiga að fara tveir stólar, sjónvarpið og hús Matildu.)

 

Ormar: Komast hratt? Já það held ég nú, þetta eru allra bestu bílarnir í bænum. Hversu mikið?

Sesselja: Guð minn góður Ormar, (Hann leggur símann niður) sérðu þetta. Hún er að lesa bók! Það er ekki eðlilegt, ég held hún gæti verið eitthvað skrítin.

Matilda:Hlustið á þetta! Það voru góðir tímar, það voru slæmir tímar. Þetta var öld viskunnar…

Sesselja: (öskrar)AAAA

Ormar: Svona nú strákur, hættu að hræða hana mömmu þína með þessari bók.

Matilda:Ég er stelpa.

Sesselja: Hún hættir ekki að segja sögur, ég meina… hver nennir að hlusta á svoleiðis þvælu?

Ormar: (í símann)Ég hringi rétt bráðum. (Leggur hann frá sér)Hættu að trufla mig kona. Ég er að reyna að ná besta samningi lífs míns og gera okkur rík. Þú komst okkur í þessi vandræði og skalt því sjálf koma okkur úr þeim. Hvað helduru eiginlega að ég sé? Töframaður?

Sesselja: Jahá! Ef þú ert töframaður, þá gæti ég allt eins verið loftfimleikadrottning, ég þarf stöðugt jafnvægi til þess að halda þessu heimili gangandi. Örbylgjumaturinn hitar sig ekki sjálfur!

Ormar: Skiluru ekki? Ég ætla að gera okkur rík!

Sesselja: Hversu rík?

Ormar: Ah, mjög rík! Snillingurinn hann eiginmaður þinn ætlar að selja ónýtar gamlar druslur sem splunkunýja kappakstursbíla á margfölduðu verði!

Matilda:En það er svindl!

Ormar: Svindl? Heyriru í stráknum?

Matilda:Ég er stelpa!

Sesselja:Ég mun eyða peningunum þínum en ég mun ekki njóta þess vegna þess að þú skammaðist í mér áðan. (Strunsar út)

Ormar: Sjáðu bara hvað þú gerðir!

 

Mattildur:Ég?

Ormar: Þú ferð fljótlega í skóla, og trúðu mér… Þar muntu læra aga sem aldrei fyrr! Því skólastjórinn hún Agata Frenja er ekkert lamb að leika sér við skal ég segja þér, og þá muntu ekki eiga sjö dagana sæla. Því refsingu fá þeir sem kunna ekki að hlýða!

Matilda:Þeir?

Ormar: Ha?

Matilda:Þú átt við að…

Ormar: Þú veist vel hvað ég á við, og upp í rúm bókablesinn þinn! (Herra Ormar hendir henni inn í herbergi. Út fara stólarnir, sjónvarpið og hús Matildu en inn fer borðið með laki, kodda og tveimur bókum í pokanum)

Bannað!

(Ljósin eru slökkt)

 

Ormar:Sonur sæll. Í viðskiptum er mikilvægt að hár manns sé sýnilegt og vel til haft. Gott hár þýðir það sama og góður heili. Sko, leyndarmál velgengni minnar er…
Mikael:Leyndarmál!

Ormar:Námkvæmlega, leyndarmál. Leyndarmálið er þetta, glansandi hárolía fyrir karlmenn. Fylgstu nú með sonur sæll. (Hann setur hárolíuna á sig og svo handklæði og nuddar vel.)Ó  já, einmitt, blanda mjög vel og nudda fast. (Hann tekur svo af sér handklæðið og hárið hans er orðið grænt.) Hlustaðu nú vel sonur. Það er ekki hægt að líta framhjá þeim sem líta svona út.

Mikael:Leyndarmál! (Sesselja kemur inn og öskrar)

Sesselja: Guð minn góður! Hárið á þér er grænt!

Ormar:Klukkan er ekki orðin níu og þú ert strax byrjuð. (Lítur í spegil og öskrar)Hárið á mér er grænt!

Sesselja: Afhverju í ósköpunum ættiru að vilja grænt hár?

Ormar: Ég vil ekkert grænt hár. Hvernig gat þetta gerst?

Matilda:Kannski hefuru óvart notað hárlitinn hennar mömmu í staðinn fyrir sjampó.

Sesselja: Það er einmitt það sem þú hefur gert, hálfvitinn þinn!

Ormar: Ónei! Samningurinn. Hvað get ég gert?

Matilda:Ég veit, ég veit hvað þú gætir gert.

Ormar:Hvað, hvað? Segðu mér!

Matilda: Þú gætir þóst vera álfur.

Ormar: Ég gæti þóst vera… Ah! Hættu þessu þvaðri strákur. Hárið á mér er grænt! (Hann fer útaf sviðinu)

Matilda:Mamma. Viltu heyra sögu?

Sesselja: Oh. Ekki vera ógeðsleg. Því fyrr sem þú ert lokuð inni í skólanum allan daginn því betra. Hypjaðu þig bara á þetta bókasafn eða hvað sem þú kallar það og vertu þar.

Partur 1

Fjóla: Ó Matilda, svo gaman að sjá þig. Komin aftur á bókasafnið?

Matilda:Já. Mamma vildi að ég væri heima, henni þykir svo vænt um mig. Pabba líka, en ég held að það sé fullorðnum fyrir bestu að fá tíma útaf fyrir sig.

Fjóla: Þau hljóta að vera svo stolt af því að eiga dóttur eins og þig. Þú hlýtur að segja þeim margar sögur eins og þú segir mér, engin vísbending en ef þú átt sögu handa mér vil ég alveg heyra hana.

Ljúfa: Bless Fjóla. Sjáumst í næstu viku.

Fjóla: Bless Ljúfa, gangi þér vel með Tolstoy. Eins og ég sagði Matilda, þá er ég alveg til í eina sögu.

Matilda: Hver var þetta?

Fjóla: Nú þetta er hún Jenný Ljúfa. Hún verður kennarinn þinn.

Matilda: Þessi kona? Þessi kona verður…

Fjóla: Kennarinn þinn. Jæja ætlaru að segja mér sögu eða…

Matilda:Einu sinni voru…

Fjóla: Ah! Bíddu. (hleypur og nær í tvo kolla, einn stóran og annan lítinn. Matildatekur þann stóra og stígur upp á hann.)

Matilda: Einu sinni voru tvær miklar sirkusstjörnur , töframaður, sem gat losað sig úr hvaða prísund sem er og loftfimleikadrottning, sem var svo hæfileikarík að það var eins og hún gæti flogið í raun og veru, urðu ástfangin og giftust. Þau sýndu stórkostleg atriði saman, og fólk kom allstaðar að til þess eins að sjá þau leika listir sínar. Kóngar, drottningar, jafnvel geimfarar og fleira frægt fólk, kom til að sjá atriðin þeirra og einnig ástina sem þau báru hvort til annars. Ást þeirra var svo heit að sagt var að kettir mjálmuðu er þau gengu framhjá og hundar styndu af gleði.

Þau fluttu inn í glæsilegt gamalt hús í enda bæjarins og á kvöldin gengu þau saman undir stjörnunum og börnin í nágrenninu biðu í ofvæni eftir að fá að sjá glansandi hvíta trefilinn sem loftfimleikadrottningin bar ætíð um hálsinn og þá hrópuðu þau, atriði, atriði, og þau sýndu stórkostleg atriði, bara fyrir þau.

Jafnvel, þótt þau elskuðu hvort annað og jafnvel þótt þau væru fræg og fólk dáði þau, voru þau sormædd.

Loftfimleikadrottningin: Við eigum allt

Matilda: Við eigum allt sem heimurinn gæti hugsanlega gefið okkur, sagði konan.

Töframaðurinn: Við eigum allt

Matilda: En við eigum ekki það sem við þráum heitast af öllu.

Bæði: En það eina

Matilda: Við eigum ekki barn.

Töframaðurinn: Þolinmæði

Matilda: Sýndu þolinmæði ástin mín, svaraði maðurinn. Tíminn stendur með okkur, jafnvel tíminn elskar okkur.

En tíminn, er það eina sem enginn fær stjórnað, og er tíminn leið, urðu þau eldri en eignuðust aldrei barn. Á kvöldin, hlustuðu þau á þögnina sem ómaði um stóra tóma húsið þeirra, og ímynduðu sér hversu yndislegt það væri ef það væri fyllt  hlátrasköllum frá börnum í leik.

Fjóla: Ooo Matilda, þetta er svo sorglegt.

Matilda:Á ég að hætta?

Fjóla: Ekki dirfast!

Matilda:Sorgin yfirtók líf þeirra og þau einbeittu sér sífellt meira að starfi sínu, þar sem vinnan var það eina sem frelsaði þau frá þeim óendanlega harmleik, sem líf þeirra var.

Þess vegna, ákváðu þau að sýna hættulegasta atriði sem hefði nokkurntímann verið gert. Það er kallað, sagði maðurinn þegar heimspressan kom, hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu!Og þetta er hættulegasta atriði sem nokkurntímann hefur verið sýnt.

Þetta eru örlög okkar.Sagði konan og brosti í sorg sinni er hún smeygði hönd sinni í lófa mannsins. Hingað hefur einmanaleikinn leitt okkur.

Fjóla: Og hvað svo?

Matilda:Ég veit það ekki… Ekki enn. En ég verð að fara núna, sjáumst á morgun.

Fjóla: Ó já, móðir þín bíður sjálfsagt eftir þér. Gangi þér vel með fyrsta skóladaginn.

Matilda:Takk! (Hún hleypur af sviðinu og Fjóla tekur til. Þegar allt bókasafnsdótið er farið útaf þá fer tjaldið fyrir svo byrjar millispil þannig að krakkarnir koma hver úr sinni áttinni. Borðið fer útaf vitlausu megin og stólunum er raðað. Tjaldið fer aftur fráþegar allir eru tilbúnir fyrir aftan stólana sína.)

Ljúfa: Góðan daginn börnin góð. Í dag er merkilegur dagur. Fyrsti skóladagurinn ykkar. Nú… getur einhver farið með tvisvar sinnum töfluna? (Matildaréttir upp hönd)Glæsilegt. Matilda, er það ekki? Jæja, stattu upp og farðu með hana eins langt og þú getur.

Matilda:Einu sinni tveir eru tveir, tvisvar tveir eru fjórir… (hún fer alveg upp í 12)

Ljúfa: Jeminn eini. Hversu langt kemstu eiginlega?

Matilda:Nokkuð langt held ég.

Ljúfa: Jæja, en segð þú mér, veistu hvað tvisvar sinnum fjögurhundruð áttatíu og sjö eru? Engar áhyggjur ef þú veist það ekki…

Matilda:Níuhundruð sjötíu og fjórir

Ljúfa: 12 sinnum 7?

Matilda:84

Börnin: Glætan!

Ljúfa: Jæja, ég held við geymum stærðfræðina og snúum okkur að lestri.(hún skrifar á töfluna, Ég get nú lesið orð.)Er einhver sem getur sagt mér hvert fyrsta orðið er? (Nikulás, Lovísa og Matildarétta upp hönd)Nikulás?(Hann rembist, þar til hann öskrar og hleypur um stofuna.) Stopp stopp, þetta er allt í lagi. Lovísa?

Lovísa: Uuuu… Er fyrsta orðið kannski…. uuuu…. er það tómatur?

Ljúfa: Nei, en tómatur er mjög gott orð.

Lovísa: Jess!

Ljúfa: Jæja þá, Matilda.

Matilda:(stendur upp) Ég get nú lesið orð.

Ljúfa: Vel gert. Hefuru kannski lesið heila bók?

Matilda:Reyndar hef ég lesið frekar margar.

Ljúfa: Hvaða bók hefuru lesið nýlega?

Matilda:Reyndar þá las ég nokkrar í þessari viku. Harry Potter, Hringadróttinssögu, Jane Eyre, Rómeó og Júlíu, Ævintýri H.C. Andersen, Oliver Twist, Sjálfstætt fólk og köttinn með höttinn.

(Allir eru stjarfir og horfa á Matildu, þar til bjallan hringir. Þá standa krakkarnir hægra megin við stólinn sinn og bíða eftir að tjaldið fari fyrir,þegar Ljúfa er komin fyrir framan það. Þá er gengið frá skólastólunum. Hús Matildu, stólarnir, sjónvarpið og hattastandurinn fer inná)

Asnaleg

Frenja: Kom inn. Jæja, stattu ekki þarna eins og blaut tuska.

Ljúfa: Agata, sæl. Mig langaði að segja þér frá lítilli stúlku í bekknum mínum. Matilda Ormarsdóttir

Frenja: Ormarsdóttir? Dóttir Ormars, fínn náungi. Hann sagði mér að hún væri alveg hrikaleg, og hana þyrfti heldur betur að aga.

Ljúfa: Því trúi ég nú ekki upp á hana.

Frenja: Jenný? Hvert er slagorð skólans?

Ljúfa: Bambinatum est magitum.

Frenja: Einmitt. Bambinatum est magitum, börn eru maðkar. Einhver setti fýlubombu í skrifborðið mitt og það var áræðanlega hún. Ég mun ná henni fyrir það, takk fyrir að segja mér frá henni.

Ljúfa:En ég… Frenja, Matilda er snillingur!

Frenja:Vitleysa. Ég var að segja þér að hún sé glæpon.

Ljúfa:En hún kann margföldunartöfluna.

Frenja:Svo hún kann að beyta nokkrum brögðum.

Ljúfa:Hún kann að lesa.

Frenja:Líka ég.

Ljúfa:Ég held hún ætti að hækka um bekk.

Frenja:Hækka um bekk? Hún var að byrja og þú vilt strax að hún sleppi bekk. Hvað með reglurnar Ljúfa?

Ljúfa: Nei, ég held að hún sé undantekning á reglunum.

Frenja: Undantekning? Í mínum skóla.

(Sesselja situr og puntar sig en Ormar kemur inn og leggur frá sér hattinn.)

Ormar: Heimska, skrítna, illa lyktandi slímuga…

Sesselja: Ekki segja mér. Erum við ekki rík?

Ormar: Þeir trúðu mér ekki.

Matilda:Því þú laugst.

Ormar: Nei! Því ég er með grænt hár. (sér bókina sem hún er að lesa)Hvað á þetta að þýða? Þér væri nær að gera eitthvað af viti og horfa með okkur á sjónvarpið.

Sesselja: Hún ber enga virðingu fyrir neinu þessi þarna. Það snýst allt um bækur og sögur… blugh…

Matilda:Þú ættir nú bara að prófa að lesa, þetta er mjög góð bók.

Ormar: Góð? (Rífur bókina af henni og ætlar að eyðileggja hana.)

Matilda: Ekki! Þetta er bókasafnsbók.

Sesselja: Sýndu gerpinu hvernig á að gera þetta.

Ormar: (reynir að rífa bókina en það gengur illa þar til hann fattar að rífa úr blaðsíðurnar.)Nei sko, nú áttu fleiri eintök. (Rífur bókina í tætlur og hendir henni í hana)Hana! Lestu þetta strákur.

Matilda:Ég er stelpa! (tekur saman leifarnar af bókinni) Eigum við tonnatak?

Ormar: Hah! Ég reif bókina í sundur og hún ætlar að reyna að líma hana saman! Reyndu bara, þú gætir þá reynt að líma hana við hausinn á þér! (Þau hlæja að henni, en Matilda notar límið til að líma hatt pabba síns í staðinn)

Ormar: (Tekur hattinn)Jæja, ég er þá farinn.

Matilda: Ekki gleyma hattinum þínum.

(Tjaldið fer fyrir þegar Ormar er farinn. Matilda bíður tilbúin á sínum stað fyrir frímínútur, Nikulás og Lovísa bíða líka á sínum stað. Allir hjálpast að við að ganga frá. AMANDA ÞARF AÐ FARA Í FLUGBELTIÐ OG BOL YFIR. Hinir krakkarnir koma inn með látum úr hliðarsalnum og tjaldið fer frá um leið og millispilið er búið.)

 

Lovísa: Matilda. Má ég spyrja þig að einu? Eru allir heilarnir í hausnum þínum ekki alltaf að gefa þér hausverk? Ég meina, það hlýtur að vera vont, allt kramið þarna inni.

Matilda: Nei, það er fínt. Ég held að það bara passi.

Lovísa: Ég skil. Jæja, við ættum samt að leika saman ef þeir skyldu nú byrja að kreeeeeeeistast út, þá þarftu hjálp. (Hún réttir fram höndina til Matildusem tekur í hana.) Ég er Lovísa. Eg held við ættum að vera bestu vinkonur. (Nikulás kemur gargandi inn.)

Nikulás: Hún ætlar að setja mig í kæfiklefann. Hún heldur að það hafi verið ég sem setti teiknibólu í sætið hennar en það var ekki ég.

Matilda:Það er ekki sanngjarnt, alls ekki sanngjarnt.

Skólabarn 1: Ef Frenja segir að þú sért sekur þá ertu dauðans matur!

Skólabarn 2: Hún tekur alla óþekktarormana upp og sveiflar þeim eins og sleggju út um gluggann.

Matilda:Engar áhyggjur Nikulás, það gerist ekki. Þau eru bara að hræða okkur.

Kæfiklefinn

Nikulás: Hér kemur hún!

Matilda:Fljótur, feldu þig. Leggstu þarna. Allir úr úlpunum sínum og setjið þær ofan á hann.

Frenja: Hvar finn ég maðkinn sem kallast Nikulás?

Matilda:Hann er þarna. Undir öllum úlpunum. Þar hefur hann verið síðasta klukkutímann.

Frenja: Klukkutíma?

Matilda:Hann þjáist nefninlega af sjúkdómi þar sem hann sofnar hvar sem er og er hann vaknar heldur hann að hann sé heima hjá sér.

Nikulás: Aaaa. Er kominn tími til að fara í skólann mamma? Halló? Hvað er ég að gera hér? Þetta er ekki herbergið mitt. Hæ fröken Frenja.

Frenja: AMANDA ÞÓRÐARDÓTTIR?

Amanda: Já fröken Frenja.

Frenja: Hvað hef ég sagt þér um að hafa fléttur? Ég hata fléttur!

Amanda: Mamma gerði þær í mig. Hún segir að ég sé sæt með þær.

Frenja: Þá er mamma þín vitlaus! (Hún sveiflar Amöndu upp í loftið sem síðan stendur upp og fagnar.)Hver ert þú?

Matilda:Matilda Ormarsdóttir.

Frenja: Jaaá. Dóttir Ormars. Þú hefur gert stór mistök væna mín. (Hún strunsar burt.)

Lovísa: Þetta var GEGGJAÐ! Hún er besta vinkona mín. (Tjaldið fer fyrir þegar krakkarnir eru að týnast útaf og Ormar labbar inná fyrir framan tjaldið og á meðan er raðað upp fyrir Hátt. Stólarnir tveir, ekki borðið, leikmyndin og í stólnum nær hliðarsalnum -merktur Amanda- á spegill mömmunnar að vera.)

 

(Ormar talar í símann fremst á sviðinu) Neineineinei… Þetta eru allt aðrir, glænýjir bílar sem við erum með núna. Grænt hár? Já það var alþjóðlegi græni hárdagurinn í gær. Við höldum uppá hann til að fagna alls þess sem er grænt, eins og til dæmis grasið.. og hor. (Smá þögn)Fyrirtak, við sjáumst á morgun. (Vesenast með hattinn) Ég held ég hafi hann bara á. (Tjaldið fer frá og Sesselja er að gera teygjuæfingar með Rodolpho þegar það er bankað.)

Sesselja:Komdu inn ef þú endilega vilt.

Ljúfa:(Kemur inn)Sæl frú. Ég er Ljúfa, kennarinn hennar Matildu.

Sesselja:Og hvað vilt þú mér Lúða?

Ljúfa: Ljúfa. Sko hún Matilda er í yngsta bekknum og nemendurnir þar eiga í raun ekki að kunna að lesa…

Sesselja:Láttu hana þá hætta. Trúðu mér, ég hef reynt það.

Ljúfa:Nei ég átti ekki við…

Sesselja:Ég er ekki hrifin af því að stelpur lesi bækur og þykir vera klárar Lúffa. Sjáðu bara muninn á okkur… Ég valdi útlitið en þú bækur.

Ljúfa:En Matilda getur reiknað háar tölur í huganum.

Rodolpho:Reiknaðu þetta (Dansar)

Ljúfa:Hugurinn hennar er einstakur, hún er svo klár hún gæti farið í Háskóla áður en…

Sesselja:Hugurinn? Ertu að djóka? Þú veist ekki neitt… er það?

Hátt

Litla barn

Partur 2

Loks rann stóri dagurinn upp. Það var eins og allur heimurinn hefði komið saman til þess einsa að sjá sýninguna: Hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu!

Allt þetta var skipulagt af systur loftfimleikadrottningarinnar, fyrrverandi heimsmeistara í kúluvarpi, sem elskaði ekkert meira en að hræða börn bæjarins . Fólk vissi að með dökka hjartanu sínu þoldi hún ekki systur sína og hennar velgengni.

Skyndilega steig töframaðurinn fram, klæddur í búninginn sinn með skikkju vafða um hálsinn og stóran pípuhatt á höfðinu, en hvergi sást loftfimleikadrottningin, með hvíta trefilinn sinn. Fljótlega þagnaði tónlistin og þrúgandi þögn fyllti salinn er töframaðurinn steig inn í miðju hringsins og kallaði: Dömur mínar og herrar. Strákar og stelpur, hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu! Hefur verið aflýst!

Fjóla: NEI! Úps, haltu áfram.

Matilda: Áhorfendur gripu andann á lofti.Aflýst, vegna þess að konan mín er, ólétt!

Algjör þögn ríkti, það hefði mátt heyra flugu ropa. En skyndilega stóðu áhorfendur upp úr sætunum og fögnuðu ákaft, full þakklætis og ánægju fyrir hönd hjónanna.

Atriðið var gleymt og grafið og fagnaðarlætin entust í rúmlega klukkutíma.

Fjóla: Svo sagan endar vel?

Matilda:Gleymt, af öllum, nema systur loftfimleikadrottningarinnar. Þegar fagnaðarlætin höfðu minnkað, steig hún fram og rétti fram samning.

Fjóla: Samning?

Matilda: Samningur sem segir að þið skuluð sýna atriðið og atriðið skuluð þið því sýna. Ég hef borgað fyrir sýningarhald, veitingar, kynningu, klósettaðstöðu. Ef ég skila öllu aftur, hvert fer þá gróðinn? Samningur er samningur er samningur! Hendur mínar eru bundnar. Hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu! Verður sýnt og sýnt í dag eða í fangelsi farið bæði tvö!

Fjóla: Nei! Hvað gerist svo?

Matilda:Ég segi þér það á morgun.

Fjóla: Taugarnar mínar geta ekki beðið þangað til á morgun.

Matilda: Kannski ætti ég að hætta að segja þér sögur.

Fjóla: Nei! Ég verð að vita hvernig þetta fer. Ég er ekki leið útaf því að sagan er sorgleg, heldur því að þau elska barnið sitt svo heitt. Það hlýtur að vera dásamlegt að vera svona elskaður.

Matilda: Einmitt. Dásamlegt. Bless Fjóla. (Fjóla gengur frá og setur stól Matildu fremst í miðjunni. Krakkarnir koma inn með sína stóla þegar millispilið heyrist og bíða fyrir aftan stólana þar til það er búið.)

Ljúfa: Matilda. Hvað segiru um að þú fáir sérverkefni, sem eru ögn meira krefjandi fyrir þig meðan ég kenni hinum. Hafiru svo einhverjar spurningar, þá geri ég mitt besta til að svara þeim. (Matildafaðmar hana fast að sér.)Vá! Þetta er stórt knús. Passaðu þig, ekki knúsa allt loftið úr mér.

Frenja: (Kemur inn, ekki ánægð)Matilda Ormarsdóttir!

Matilda:Já frú?

Frenja: Svo þú játar?

Matilda:Játa hverju?

Frenja: Það varst þú! Sem laumaðist inn í ísskápinn á kennarastofunni og sást sérbökuðu kökuna sem var bara ætluð mér og ást hana.

Matilda:Nei frú, það var ekki ég.

Frenja: Bull! Kokkurinn sá til þín. (Allir frjósa)

Már: Ókei, sjáið til. Ég stal kökunni. Og í alvörunni, sko örugglega, næstum því, var ég kannski að hugsa um að segja frá. En málið var, að ég átti í smá vandræðum með magann á mér. Sjáiði til, kakan hennar Frenju var svo góð að ég borðaði hana óvart of hratt að hún er byrjuð að streitast á móti. (Garnagaul) Oops. Þarna sjáiði.

Matilda:Ég er ekki sek! Ég gerði það ekki.

Frenja: Þú ert óvinur, lygamörður og maðkur. Þess vegna, ert þú… (Allir frjósa nema Már)

Már: ROOOOOOOOOOOOP! Þetta var háværasta rop sem ég hafði framleitt, og það háværasta sem ég hafði heyrt, og það háværasta sem ég hafði heyrt um. Það var eins og heimurinn hefði þagnað til þess að þetta rop ætti sér stað. Súkkulaðifulla loftið sem spýttist úr munninum mínum og fór framhjá Hildigunni, framhjá Lovísu, framhjá Matildu og þá loks náði súkkulaðiilmandi ropinn alla leiðina í andlitið beint á Frenju.

Frenja: Már…

Már: Já fröken.

Frenja: Þér líkaði kakan mín, er það ekki.

Már: Jú fröken, og ég biðst innilegrar afsökun…

Frenja: Neinei, svo lengi sem þér líkaði hún, þá er það nóg fyrir mig.

Már: Er það?

Frenja: Já … það er það.

Már: Ja, mér líkaði hún.

Frenja: Frábært, yndislegt, það gleður mitt litla hjarta. Ó kokkur! (kokkurinn kemur inn með risaköku.) Er ekki allt í lagi? Ertu búinn að missa matarlystina?

Már: Já, ég er saddur.

Frenja: Ó nei, þú ert ekki saddur. Ég segi þér hvenær þú verður saddur og ég segi að glæpamenn eins og þú verði ekki saddir fyrr en þeir hafa étið alla kökuna.

Már: EN!

Frenja: Ekkert en! Þú hefur ekki tíma fyrir EN. Éttu!

Már: Ég get ekki borðað hana alla.

Ljúfa: Hann verður veikur.

Frenja: Hann hefði átt að hugsa út í það áður en hann gerði samning við Satan og ákvað að stela kökunni minni. Éttu!

Már!

Fröken Ljúfa:Áfram Mási!! (Hún fagnar þar til hún fattar skyndilega að hún átti ekki að gera það.) Fyrirgefðu Frenja, ég gleymdi mér aðeins.

Frenja:Já við eigum það til að gleyma okkur. Jafnvel ég. (Hún labbar til hans, snýr sér svo við og labbar útaf. Hún hættir við) Jæja. Ertu ekki að koma?

Már:Ha? Koma hvert?

Frenja:Gleymdi ég að segja þér það? Þetta var aðeins hluti af refsingunni. Það er annar hluti eftir. KÆFIKLEFINN!

Ljúfa:Nei Frenja, þú getur það ekki.

Frenja:Nei Frenja, þú getur það ekki. Ég get það bara víst og það geri ég! (Hún grípur í handlegginn hans og tekur hann útaf.)

Már:Nei gerðu það! Ég kláraði hana, ekki kæfiklefann. (Heyrist í honum en fjarar út með honum.)

Matilda:Það er rangt! (Tjaldið fyrir)

HLÉ

Lovísa:Halló! Ég er Lovísa. Besta vinkona Matildu og ég vildi bara segja ykkur að bráðum kemur atriði sem er bara um mig! Eða sko.. ekki bara um mig, en ég á stóran hluta í því. En ég ætla ekki að segja ykkur hvað það er, því ég vil ekki skemma það fyrir ykkur. (Ætlar að fara en hættir við) Ókei, sjáið til. Sko það sem gerist er að ég býðst til að sækja vatn fyrir Frenju og á leiðinni til baka… NEI! Ég vil ekki segja meira, ég vil ekki skemma. (Ætlar aftur að fara) Skooo… Á leiðinni til baka fann ég eðlu. Litla ljóta slímuga eðlu svo ég tók hana upp og… NEI! Ég segi ekki meira. (Tekur smá kast en áður en hún kemst útaf snýr hún við)Ég set eðluna í glasið hennar Frenju og það verður GEGGJAÐ! (Hún hleypur útaf og tjaldið fer frá þegar millispilið er búið og Er ég verð stór byrjar.)

Er ég verð stór.

Partur 3

Fjóla: (Kemur inn og einhver setur inn bókasafnið) Matilda, svo gaman að sjá þig. Er ekki gaman í skólanum?

Matilda:Ó jú. Mest af því allaveganna. Fjóla? Hvar er hefndardeildin?

Fjóla: Hvað? Við erum ekki með neina hefndardeild. Hví spyrðu? Er barn í skólanum sem er með frekju og yfirgang?

Matilda: Ó nei, ekki beinlínis barn.

Fjóla: Matilda, ertu viss um að það sé ekki eitthvað…

Matilda: Viltu heyra næsta hluta af sögunni?

Fjóla: Sögu? Sagðiru sögu? Matilda, eftir hverju bíðum við? (Myndbandið í tölvunni í gang!)

Matilda: Rólega, mjög rólega, vafði loftfimleikadrottning treflinum sínum um háls eiginmannsins.

Gangi þér vel ástin mín. Sagði hún og kyssti hann blíðlega. Brostu, við höfum gert þetta þúsund sinnum.En skyndilega faðmaði hún hann að sér eins þétt og hún gat, og svo þétt að hann hélt að hún myndi faðma allt loft úr honum. (Skjárinn fyrir skjávarpann fer niður og þær eru fremst á sviðinu.)

Þau undirbjuggu sig fyrir hættulegasta atriði sem nokkurntímann sýnt hafði verið. Töframaðurinn þurfti að komast út úr búrinu, teygja sig fram, grípa konuna sína með annarri hendi og slökkvitækið með hinni, slökkva eldinn og það allt á undir tólf sekúndum, áður en eldurinn næði dínamítinu og sprengdi konuna í loft upp. (Skjávarpinn af BLANK)

Fjóla: AAAAAA! (Matildahorfir á hana spurnaraugum)Fyrirgefðu, haltu áfram.

Matilda:Atriðið gekk vel í fyrstu. Sérhannaði eldkjóllinn var tendraður og loftfimleikadrottningin sveiflaði sér upp í loftið. Áhorfendur héldu niðri í sér andanum á meðan hún sveif í loftinu yfir hákarlana og beittu hlutina. 1 sekúnda, 2 sekúndur… Þau fylgdust með er logarnir færðust upp kjólinn. 3 sekúndur, 4 sekúndur… Hún teygði fram handleggina í áttina að búrinu. 5 sekúndur, 6 sekúndur… Skyndilega opnuðust lásarnir og stóru keðjurnar hrundu niður. 7 sekúndur, 8 sekúndur… Dyrnar opnuðust og töframaðurinn rétti fram annan sterkbyggða handlegginn, tilbúinn að grípa konuna sína og barnið sem hún gekk með. 9 sekúndur, 10 sekúndur… 11 sekúndur, hann greip hönd hennar, togaði hana til sín og slökkti allan eldinn.

Fjóla: Húrra! Svo sagan endar vel!

Matilda:Nei.

Fjóla: Nei?

Matilda: Nei. Kannski var það hugsunin um barnið, kannski voru það taugarnar, en töframaðurinn notaði óvart of mikið af froðu og skyndilega urðu hendurnar of sleipar og hún féll.

Fjóla: Nei. Var í lagi með hana?

Hún braut hvert og eitt einasta bein í líkama sínum nema þau sem höfðu haldið í hönd mannsins þegar hún féll. Hún lifði nógu lengi til að fæða barnið en það reyndi of mikið á.

Elskaðu litlu stúlkuna okkar, elskaðu hana af öllu hjarta. Hún er allt það sem við þráðum.

Elskaðu stúlkuna, því að hún er allt. Sagði hún og kvaddi þennan heim.

Matilda:Síðan, versnaði allt.

Fjóla: Versnaði? Það getur ekki hafa versnað. (TJALDIÐ FYRIR og þær eru fremst fyrir framan það. Þá er á meðan stillt upp fyrir hús Matildu og BORÐIÐ Á AÐ VERA INNÁ MEÐ SÆNGINNI OG KODDANUM)

Matilda:Þar sem töframaðurinn var svo blíður, kenndi hann systur konu sinnar aldrei um slysið. Í rauninni bauð hann henni að flytja inn til þeirra og hjálpa honum að sjá um dóttur sína. Hún var virkilega andstyggileg við litlu stúlkuna, neyddi hana til að þvo, strauja, skúra og elda matinn, og ef litla stúlkan gerði eitthvað rangt var hún barin en samt alltaf bara í laumi svo að töframanninn grunaði aldrei neitt. Þannig að aumingja litla stúlkan ólst upp með verstu, grimmustu og hrikalegustu frænku sem þið getið ímyndað ykkur.

Fjóla: Hringjum á lögregluna.

Matilda:Frú Fjóla, þetta er bara saga.

Fjóla: Alveg rétt. Ó Matilda þú ert svo klár. Foreldrar þínir hljóta að vera stoltir af þér og segja að þú sért eins og að vinna í lottóinu.

Matilda:Einmitt, Þau segja alltaf. Matilda, við erum svo stolt af þér þú ert eins og að vinna í lottóinu. En ég verð að fara núna.(Það kemur millispil og tjaldið fer frá þegar allir eru tilbúnir)

Ormar: Ég er snillingur! Sjáðu til kílómetrafjöldinn var of hár, en nei, snillingurinn ég ákvað að bora í öfuga átt og setja kílómetrafjöldann alveg niður í núll! Svo komu Rússarnir inn, í svörtum jakkafötum og með sólgleraugu.. ég veit ekki alveg hvað var málið með það.

Sesselja: Rússar eru næturdýr, ég sá það í sjónvarpinu í gær.

Matilda: Það voru greifingjar, þetta var þáttur um greifingja.

Ormar: Allaveganna… Þá keyptu þeir alla bílana. Við erum RÍK KONA!!

Matilda:En þú svindlaðir, og laugst, að fólki sem treysti þér.

Sesselja: Hvað gerðum við til þess að eiga skilið barn eins og þig?

Ormar:Á morgun fer ég á þetta bókasafn þitt og segi bókakellingunni að hleypa þér ekki framar þangað inn, eða hún verður rekin! (Hann hlær tröllahlátri og fer út, stólarnir, sjónvarpið og hús Matildu fer þá útaf)

Partur 4

Á kvöldin, grét dóttir töframannsins sig í svefn, alein inni í herbergi. Töframaðurinn vissi ekki neitt og dóttir hans sagði heldur ekki orð um þetta, vegna þess að hún vildi ekki bæta á sorg föður síns. Það hvatti frænkuna til verri illverka og eitt kvöldið sprakk hún af reiði.

Þú ert gagnslaust,skítugt og ógeðslegt lítið gerpi!

Hún barði hana og henti henni niður í skítugan, myrkan og rykugan kjallara. Læsti dyrunum og fór út. En þann dag, kom töframðurinn snemma heim, og er hann heyrði óminn af gráti dóttur sinnar braut hann upp hurðina!

Töframaðurinn:

Grát ei, grát ei meir, ég er hér dóttir kær

grát ei meir, brostu nú, þerraðu þín tár, elsku barn

fyrirgefðu

ég vildi þig ekki særa

grát ei, dóttir kær, ekkert þig meiðir,

óttinn hverfur frá þér

ég er hér

 

Hef ég verið svo heltekinn af sorg yfir láti eiginkonu minnar að ég gleymdi því sem skipti okkur mestu máli. Ég elska þig svo mikið elsku dóttir mín. Ég mun eyða restinni af lífi mínu til að bæta þér það. Við verðum saman að eilífu.

Matilda:

Grát ei, pabbi, ég er í læ pabbi

grát ei meir, hér lof mér að strjúka burtu tár

Fyrirgefðu mér pabbi, ég vildi þig ekki særa

Gráttu alls ekki meir, það er allt í læ

með þig mér við hlið, ég óttast ei meir

þú ert hér

 

Þegar litla stelpan var sofnuð, fór töframaðurinn að hugsa um systur loftfimleika-drottningarinnar og reiðin blossaði upp djúpt í hjarta hans.

Þessi djöfull, þetta illmenni, þetta skrímsli. Hún hefur eyðilagt minninguna um eiginkonu mína, hún braut traust sinnar eigin systur. Hún var hrikaleg við það sem var okkur hjónunum kærast. Að kvelja börn er leikur hennar, við skulum þá sjá hvernig hún tekur því er fullvaxinn maður mætir henni í návígi!

En þetta var í síðasta skipti sem litla stúlkan sá föður sinn. Því hann kom ekki heim, aldrei aftur. (Hún endar fremst á sviðinu nær hliðarsalnum og inn kemur Ljúfa hinum megin frá. LAKIÐ OG KODDINN Á AÐ FARA ÚTAF en EKKI BORÐIÐ. Frenja kemur svo inn með stól og Má.)

Ljúfa: Matilda mér hefur ekki gengið vel að fá fólk til að skilja hæfileika þína, en ég lofa að reyna mitt besta. Hér eru bækurnar sem ég talaði um að koma með fyrir þig. (Frenja kemur inn)

Frenja: Hvað þykist þú vera að gera?

Ljúfa: Lána Matildu bækur.

Frenja: Nei! Það geriru ekki. Það er aldur sem börn eru körtur og aldur sem börn læra að lesa. Þessi börn eru körtur, er það ekki rétt Már?

Már: Jú fröken Frenja.

Frenja: En hann Mási litli er núna góð karta.

Már: Já fröken Frenja

Frenja: Ég hef komist að því að þú veist ekkert hvað þú ert að gera. Það er sérstök aðferð við að kenna krökkum, fyrst þarf að brjóta þá niður og þá er hægt að kenna þeim. Þögn maðkar.

Ljúfa: Enginn var að tala.

Frenja: Fröken Ljúfa, gerðu þér grein fyrir því að þegar ég segir maðkar, á það líka við um þig. Jæja! Hver ætlar að sækja vatn fyrir mig?

Lovísa: (Byrjar að hoppa upp og niður) Ég!! Ég skal ég skal ég skal!! Veldu mig!!(Frenja bendir á hana og hún hleypur útaf)

Ljúfa: Ég er ekki viss um að það sé góð aðferð Frenja. Börn þurfa ást og umhyggju, stuðning og umfram allt hvatningu.

Frenja: Eins og ég sagði! Ekkert vit á kennslu.

Lovísa: (Kemur til baka með könnuna og eðlu.)Sjáiði! Eðlan, ég er með eðluna.

Frenja: Þögn maðkar. (Lovísa réttir henni könnuna, Frenja hellir úr henni í glasið og Lovísa sest í sætið sitt.)Þú ert alltof mjúk Ljúfa, þú ert veiklynd og asnaleg og… (Hún hættir að drekka og lítur ofan í glasið) Það er eðla í glasinu. (Krakkarnir hvíslast á nema Erik) ÞÚ!

Erik: Nei, nei það var ekki ég.

Frenja: Komdu hingað og leyfðu mér að tosa í eyrun þín.

Ljúfa: Ekki! Þú slítur þau af!

Frenja: Vitleysa, eyrun teygjast vel á litlum möðkum en slitna ekki af. (Hún tosar fast í eyrun þar til Matilda öskrar á hana.)

Matilda:Slepptu þeim! Þú feita, ljóta skass!

Frenja: Hvernig dirfist þú! Í mínum eigin skóla! Ég mun ná þér, ég mun ná ykkur öllum. (Krakkarnir garga og hlaupa útaf)Ég mun kremja þig, ég mun kýla þig, ég mun hárreita þig litli maðkur! Ég mun kryfja þig eins og lítið skordýr á borði! Ég mun kvelja alla þessa litlu ljótu snigla eins og þig og það er allt þér að kenna!

Hljóðlátt

Matilda:Svona nú! Dettu! Dettu! (Glasið fellur og eðlan hleypur að Frenju)

Frenja: Þið aumu afsakanir af fólki! OG þú þá sérstaklega, trúðu mér! Það er ekkert sem ég mun ekki gera, engin refsing sem ég hræðist, ég mun… Það… Það er… ÞAÐ ER EÐLA Í NARÍUNUM MÍNUM! (Hún hleypur út gargandi)

Matilda:Sjáðu!

Ljúfa: Hvað? (Matildareisir glasið við en fellir það svo með augunum)

Matilda:Ég hreyfði það með augunum, er ég skrítin?

Matilda:Sjáðu!

Ljúfa: Hvað? (Matildareisir glasið við en fellir það svo með augunum)

Matilda:Ég hreyfði það með augunum, er ég skrítin?

Ljúfa: Uhm, komdu með mér. (TJALDIÐ FER FYRIR ÞEGAR ÞÆR ERU KOMNAR FREMST OG ÞAÐ ER STILLT UPP FYRIR STAFSETNINGAPRÓFIÐ Á MEÐAN LJÚFA SYNGUR!)

Matilda:Hvað helduru að sé að mér? Helduru að heilinn í mér sé orðinn svo stór að hann sé byrjaður að kreistast út í gegnum augun í mér.

Ljúfa: Það er eflaust allt í lagi, þú ert einstök Matilda. Aldrei gleyma því.

Matilda:Ég, er einstök?

Ljúfa: Segja foreldrar þínir það ekki við þig?

Matilda:Ójú! Þau eru mjög stolt af mér. Þau segja alltaf, Matilda, þú ert einstök, þú ert frábær, þú ert… Nú er ég að skrökva. Þau segja aldrei neitt fallegt. Þau kalla mig heimska, skrítna og segja að ég sé maðkur.

Ljúfa: Ég skil.Jæja, nú erum við komnar.

Matilda:Ertu fátæk?

Ljúfa: Nei, hví spyrðu?

Matilda:Þú býrð í skúr.

Ljúfa: Já, en það var ekki… Á ég að segja þér smá sögu? (Matildakinkar kolli)Einu sinni átti ég heima í stóru húsi. Ég bjó með föður mínum og frænku, en frænka mín var vond kona. Hún barði mig og lét mig þræla og púla. Ég fékk ekkert nema hart kex að borða, ef þá eitthvað, og svo þegar ég varð eldri lét hún mig skrifa undir samning um að ég skyldi borga henni til baka, allt það sem hún hafði gefið mér. Hún sagðist svo eiga húsið og að ég skyldi flytja út. Þetta var það eina sem ég hafði efni á.

Matilda:En hvað með pabba þinn?

Ljúfa: Hann vissi ekki af þessu, og ég sagði aldrei neitt. Einn daginn komst hann að því, en eftir það sá ég hann aldrei aftur. Ég trúi því samt ekki sem hún sagði, að hann hefði drepið sig, eða að hann myndi gefa henni húsið.

Matilda:Helduru kannski að hún hafi drepið hann?

Ljúfa: Það segi ég nú ekki. En veistu, þetta hús er alls ekki svo slæmt

Húsið mitt

Matilda:Fröken Ljúfa. Er þetta trefill föður þíns?

Ljúfa: Já. Móðir mín gaf honum hann, áður en hún dó. Sjáðu til hún var…

Matilda:Loftfimleikadrottning

Ljúfa: Já og faðir minn var…

Matilda:Töframaður.

Ljúfa: Hvernig veistu þetta Matilda?

Matilda:Svo þetta eru foreldrar þínir! Ég sem hélt ég hefði búið þessa sögu til!

Ljúfa: Hvaða sögu?

Matilda:Ég hef séð líf þitt! Komdu við förum og segjum frá núna!

Ljúfa: Það er ekki hægt.

Matilda:En hún drap hann.

Ljúfa: Það eru engin sönnunargögn og enginn tryði mér!

Matilda:En hver er hún?

Frenja: Samningur, er samningur er samningur. (TJALDIÐ FRÁ og allir eiga að vera sestir nema MATILDA)

Matilda:Frenja!

Frenja: Í dag, munuð þið fara í mjög erfitt stafsetningarpróf og ef þið standist það ekki, farið þið beint í kæfiklefann. Nikulás! Stafaðu fyrir mig, eðla.

Nikulás: E-Ð-L-A, eðla.

Frenja: Hvað?

Nikulás: Við lærðum að stafa eðla í gær.

Frenja: Bah! Jæja. Amanda! Stafaðu fyrir mig uppreisn

Amanda: U-P-P-R-E-I-S-N

Frenja: Þú svindlar!

Ljúfa: Hún svindlar ekkert.

Frenja: Víst!

Ljúfa: Nei, ég hef kennt þeim að stafa.

Frenja: Jæja þá, fyrst þú þykist hafa kennt þeim að stafa. Lovísa! Stafaðu fyrir mig orðið amkella kamanýl septikanis tímósis

Ljúfa: Þetta er ekki orð, þú bjóst það til!

Frenja: Stafaðu það, eða farðu í kæfiklefann.

Lovísa: A-M-K-E-L-L-A K-A-M-A-N-Í

Frenja: RANGT! Það er Yfsilon Í! Í kæfiklefann.

Nikulás: H-I-R Hár! Þetta var rangt, svo ég verð líka að fara í kæfiklefann.

Amanda: M-A-G Mús! Mig líka.

Tinna: B-X-Þ-G-N-Æ Banani!

Aldís: Þú getur ekki sett okkur öll í kæfiklefann!

Frenja: BAH! Helduru að ég hafi ekki hugsað fyrir þessu maðkur? Svona (Hún tekur upp reipi) Ég get sagt ykkur það að stafsetningarprófinu er lokið! Og hvert og eitt einasta barn hér er fallið! Sjáiði til börnin góð! Í þessum heimi eru aðeins tvær gerðir af fólki. Sigurvegarar og svo taparar. Ég er sigurvegari, vegna þess að ég fylgi reglunum.

Hildigunnur: Krítin! Hún skrifar.

Frenja: Hvað þá? Hver gerir þetta.

Tinna: Enginn! Hún gerir þetta sjálf.

Börnin: Agata. Þetta er Magnús.

Frenja: Það getur ekki verið.

Börnin: Gefðu Ljúfu húsið hennar aftur. Og snáfaðu burt.

Frenja: Neineineineineinei

Börnin: Eða ég næ þér! Eins og þú náðir mér. Burt! Burt! Burt! Burt! Burt!!!

Uppreisnarseggir

(TJALDIÐ FYRIR ÞEGAR ÞAU SEGJA: VIÐ GERUM UPPREISN og lagið er búið)

Fjóla: Litla stúlkan fékk síðar bréf frá yfirvöldum, um að erfðaskráin hefði fundist og hún væri réttmæddur eigandi hússins sem hingað til frænka hennar hún Agata Frenja hafði búið í. Ljúfa flutti aftur inn og varð eins hamingjusöm og hugsast gæti.

Ljúfa: Og hvað varðar fröken Frenju þá sást hún aldrei framar.

Fjóla: Og nýi skólastjórinn, hún Ljúfa tók við. Kæfiklefarnir voru eyðilagðir og nú er þetta talinn besti skólinn í landinu. (TJALDIÐ FRÁ)

Ljúfa: Matilda gat ekki lengur hreyft hluti með augunum og kannski var það vegna þess að hún þurfti ekki lengur á ofurkröftum að halda. Ég horfi stundum á fallegu stelpuna sem hefur gert svo margt fyrir aðra en er föst hjá foreldrum sem kalla hana illum nöfnum og kunna ekki að meta hana eins og hún er. Ég vildi bara óska að ég gæti gert eitthvað.

Fjóla: Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að Matilda fengi þann endi sem hún átti skilið, þá ást… En kannski er það bara svo að ekki allar sögur endi vel.

(Bílaskrans heyrist í fjarska og inn koma askvaðandi Herra og frú Ormar ásamt bróður Matildu.)

Ormar:Stattu ekki þarna eins og þvara og drífðu þig. Við erum á leiðinni til Spánar.

Matilda:Spánar? Hvers vegna?

Sesselja:Vegna þess að þessi bjáni, auli og vitleysingur hélt að það væri sniðugt að selja 150 ónýta druslubíla til rússnesku mafíunnar.

Ormar:Ég vissi ekki að þetta væri mafían, jæja komdu strákur. Við ætlum að stinga af og aldrei koma hingað aftur.

Ljúfa:Leyfið Matildu að vera eftir hjá mér.

Ormar:Hvað sagðiru?

Ljúfa: Leyfið Matildu að vera eftir hjá mér. Ég skal sjá um hana og borga allt fyrir hana. Ég skal annast hana eins og hún sé mín eigin dóttir, það er að segja ef hún vill það. Viltu það?

Ormar: Á ég að skilja dóttur mína eftir hér? Hjá þér?

Matilda:Hvað sagðiru? Þú kallaðir mig dóttur þína.

Ormar: Langar þig að vera hér eftir hjá fröken Ljúfu?

Matilda: Ó já það vil ég!

Ormar: Og vilt þú annast hana?

Ljúfa: Já.

Ormar: Jæja. Við höfum hvort eð er ekki mikið pláss, svo ég sé enga ástæðu til annars.

(Matilda réttir fram hönd sína og Ormar tekur í hana. Svo tekur hann af sér hattinn sem er skyndilega orðinn laus og yfirgefur svæðið en um leið koma Rússarnir inn.)

Sergei:Sáuð þið fyrirlitslegan mann með grænt hár nokkuð laumast hér.

Matilda:Þessi maður, er faðir minn.

Sergei:Faðir þinn? Og hvar er hann?

Matilda:Ég veit það ekki. En hann er faðir minn og hann hefur gert mörg mistök í gegnum tíðina.

Sergei:Það er rétt hjá þér. Hann er heimskur maður.

Matilda:Það er rétt, en hann er faðir minn og ég er dóttir hans. Ég held að það sé komið nóg af hefndum.

Sergei:Það er þá allaveganna einn snjall í fjölskyldunni þinni.

Matilda:Faðir minn skyldi eftir tösku, sem ég held að sé ætluð þér. Ef ég gef þér hana verðuru að lofa mér að láta hann eiga sig.

Sergei:Við segjum það þá. (Þau takast í hendur og Rússarnir yfirgefa svæðið)

Ljúfa: Matilda hljóp í faðm fröken Ljúfu.

Matilda:Og knúsaði hana.

Ljúfa: Og fröken Ljúfa knúsaði hana á móti.

Matilda:Þær tóku varla eftir hamaganginum.

Ljúfa: Því þær höfðu fundið hvora aðra.

Matilda:Já. Þær höfðu fundið hvora aðra. (LJÓSIN DOFNA OG ÞÆR LABBA ÚTAF; TJALDIÐ FER FYRIR ÞEGAR ÞAÐ ER DIMMT OG SVO RAÐA ALLIR SÉR UPP FYRIR LOKALAG)

Lokalag