Söngtextar

Kraftaverk

 

Erik: Mamma mín segir ég sé kraftaverk!

Nikulás: Pabbi minn kallar mig flotta gæjann hans

Amanda: Ég er prinsessa

Már: Og ég er þá prins

Amanda og Tinna: Ég er kölluð engill og himnasending góð

 

Strákarnir: Ég er hermaðurinn hans pabba

enginn er eins stór eða sterkur og ég

Már: Hann lætur þó samt undan, þó hér sé pínu bumba

Strákarnir: því ég er hermaðurinn

Hop tveir fjór þrír

 

Hildigunnur og Aldís:

Mamma mín segir ég sé kraftaverk

líttu bara á mig og þá sést það strax

Alveg síðan klippt var á naflastrenginn minn

er það sannað og ei hannað, annað kraftaverk sem ég

 

Strákarnir:

Ég er hermaðurinn hans pabba

enginn er eins hugrakkur og ég

Hefur pabbi sagt þér

þegar ég verð eldri

þá verð ég líka heldri

Nikulás: og skýt þig undir eins

 

Trúður: Það er varla hægt að sjá annað en hæfileika nú í dag

Það virðast vera milljón af þessum einstöku hæfileikum, nú í dag

Sérstæði er mikilvægt

en ofar meðallagi er aðeins meðallag

Ef maður reiknar þetta dæmi þá sést vel að

Ef allir eru einstakir er enginn lengur einstakur

 

Krakkarnir:

Mamma mín segir ég sé kraftaverk

líttu bara á mig og þá sést það strax

Alveg síðan klippt var á naflastrenginn minn

er það sannað og ei hannað, annað kraftaverk sem ég

 

Lovísa: Mamma mín segir að ég sé barrelína

hún hefur nægan tíma, því ég er barrelína

en ég verð að vera mjó og á hætta að borða krem

en ég er barrelína og köku vil ég fá!

 

 

Már: Þú ert bjáni.

Tinna: Ég er miklu betri en þú

Aldís: Mamma mín segir að ég sé fallegasta barn á Íslandi

Erik: Mamma mín segir að ég sé fallegasta barn í heiminum

Amanda: Þú veist ekki neitt.

Nikulás: Pabbi minn er miklu flottari en þinn.

Lovísa: Mér finnst fötin þín asnaleg

Hildigunnur: Þú getur sjálf verið asnaleg

 

Allir: Mamma mín segir ég sé kraftaverk

líttu bara á mig og þá sést það strax

Alveg síðan klippt var á naflastrenginn minn

er það sannað og ei hannað, annað kraftaverk sem ég

Mamma mín segir ég sé kraftaverk

að ég sé allra kraftamesta kraftaverk

þú mátt dæma mig, en líttu fyrst á sjálfan þig

þú finnur ekki kraftaverk, sem kraftaverk, og kraftaverk sem ég

 

Sesselja:Tekur þetta nokkuð langan tíma? Ég á að vera mætt í flug eftir klukkutíma því ég er að fara að keppa í árlegu danskeppninni í París í kvöld.

Læknir: Ætlaru í flugvél? Frú Sesselja?

Sesselja: Ójá. Ég hef æft í fjóra tíma á hverjum degi í tvö ár. Ef Jóhanna Leifsdóttir heldur að hún hreppi gullgæsina þetta árið er hún rugluð. Ég er með leynivopn. Rodolpho, hann er ítalskur. Rosalega vel vaxinn og fáránlegur upphandleggsstyrkur.

Læknir: Við þurfum aðeins að ræða saman.

Sesselja: Jæja læknir, hvað er að mér?

Læknir: Uhm, Frú Sesselja, hefuru virkilega enga hugmynd?

Sesselja: Vindverkir?

Læknir: Frú Sesselja, hugsaðu þig nú aðeins um. Hver gæti orsök þessa verið?

Sesselja: Er ég… Er ég… Sjáðu til.. Er ég feit?

Læknir: Sesselja, þú ert ólétt.

Sesselja: HVAÐ!?!

Læknir: Þú ert að eignast barn.

Sesselja: En ég á barn, og ég vil ekki annað. Er ekki hægt að gera eitthvað?

Læknir: Þú ert gengin 9 mánuði.

Sesselja: Einhver verkjalyf kannski? Ó guð minn góður, hvað með gullgæsina?

Læknir: Barn, frú Sesselja, barn, yndislegasta gjöf sem hægt er að eignast hefur verið gefin þér. Glæný manneskja, líf, persóna, yndisleg ný manneskja hefur verið gefin þér af ást, til að veita þér töfra og hamingju.

Sesselja: Ó helvítis.

 

Læknir: Sérhvert barn er kemur heiminn í, ég fyllist trú á mannkynið.

 

Ljósmóðir: Ýttu Sesselja, ýttu!

Sesselja: Ég skal sjálf ýta þér!

 

Læknir: Sérhvert líf sem ómálaður strigi

Óskrifað blað

hugurinn er tær

Sérhvert líf er öðru lífi ólíklegra

Líkurnar á tilvist

Eru alltof litlar hér

Samt það eina sem er líft er líf

Því sérhvert litla líf

Sérhvert nýtt líf, það er kraftaverk, kraftaverk!

 

Ormar: Hvar er hann? Hvar er sonur minn?

Læknir: Herra Ormar, ertu að reykja sígarettu?

Ormar: Ha? Hvað er ég að hugsa, fyrirgefðu læknir. (hendir henni) Þetta kallar á alvöru reyk.

Sesselja: Hver vann? Var það Jóhanna? Næ ég kannski seinna flugi?

Læknir: Elsku Sesselja, ekki hreyfa þig. Þú ert ekki í neinu ástandi til að taka þátt í danskeppni.

Ormar: Guð minn góður, hann er svei mér ófríður.

Læknir: Þetta er eitt fallegasta barn sem ég hef séð.

Ormar: Þú þarft gleraugu vinur minn, hann er eins og rækja. Almáttugur minn. Hvar er tólið hans?

Læknir: Ha?

Ormar: Þú veist, þarna niðri, hvað hefuru gert við tólið hans?

Læknir: Þetta barn er ekki með neitt tól.

Ormar: HVAÐ!?! Strákur með ekkert tól, sjáðu hvað þú hefur gert heimskingi. Þessi strákur er ekki með neitt tól.

Læknir: Herra Ormar, þetta barn er stelpa, stelpa. Falleg, yndisleg lítil stúlka.

Sesselja: Segðu mér sannleikann. Var það Jóhanna eða ekki?

Ormar: Auðvitað var það Jóhanna. Gætum við nokkuð skipt á þessu og strák?

Sesselja: Þetta er versti dagur lífs míns.

 

Sesselja: Ó mér líður ekki of vel þarna niðri

og húðin mín er alveg hrikaleg að sjá

Þessi sloppur líkist ekki fína kjólnum sem ég gæti verið ef ég væri að keppa í danskeppninni í kvöld.

Ég ætti að dansa latindansa, við einn sætan, ítala.

Ekki í spítalafötum

sem að eru með götum

og þetta hræðilegt

Læknir: Kraftaverk

Sesselja: Illa lyktandi

Læknir: Kraftaverk.

Sesselja: Hrukkótt lítið kvikindi.

Ormar: Viðbjóðslegt og öskrandi.

Sesselja: Troddu í það pela núna.

Ormar: Eða skipta fyrir eldra eintak

 

Sesselja og Ormar:

Hví gerast slæmir hlutir alltaf við, gott mannfólk

Heiðarlega borgara, sem þig og mig

Við höfum ekki gert neitt rangt

samt gerist þetta endilangt

þetta hroðaverk, skrímslalegt

Sesselja: Loðið illa lyktandi

Ormar: grenjandi og ælandi á mig

 

Læknir: Kraftaverk, kraftaverk, kraftaverk,

sérhvert líf er kraftaverk

Fallegasta kraftaverk sem að ég hef séð

 

Ormar: Ég vil fara aftur heim

 

Læknir og krakkar:

Sérhvert líf er öðru lífi ólíklegra Mamma mín segir ég sé kraftaverk

Líkurnar á tilvist

Eru alltof litlar hér Pabbi minn kallar mig flotta gæjann hans

Samt það eina sem er líft er líf Hop, tveir, fjór, þrír

Því sérhvert litla líf

 

Læknir: Sérhvert nýtt líf, það er kraftaverk, kraftaverk! Kraftaverk!

 

Allir: Mamma mín segir ég sé kraftaverk

líttu bara á mig og þá sést það strax

Alveg síðan klippt var á naflastrenginn minn

er það sannað og ei hannað, annað kraftaverk sem ég

Mamma mín segir ég sé kraftaverk

að ég sé allra kraftamesta kraftaverk

þú mátt dæma mig, en líttu fyrst á sjálfan þig

þú finnur ekki kraftaverk, sem kraftaverk, og kraftaverk sem ég

 

Matilda: Mamma mín kallar mig sótskítugan orm

Pabba finnst ég leiðinleg

Mamma mín segir ég sé pirrandi padda

og börn sem ég, þau séu ólögleg

Pabbi minn segir mér að halda kjafti

Enginn nennir að hlusta á mig

Mamma segir að ég sé vitlaus eins og auli

Pabbi segir horfðu á sjónvarpið

Bannað

Eitt ævintýr

um ær og kýr

og tröllkonuna ljótu

bóndason

móðir hans og faðir

þau sendu hann út

að leita kúnni þeirra

sem hljóp að heiman

Kýrin varð svo hetjan í þeirri sögu

 

Rómeó og Júlía

Örlögin hefðu þau betur átt að flýja

Með ást við fyrstu sýn og smá óheppni

Þau töpuðu þá sinni eigin keppni

 

Æj afhverju gerðu þau ekki eitthvað annað?

Ég skil ekki hvað þetta gæti svosem sannað.

Mér finnst þetta ævintýri ekki vel hannað.

Stundum er í lagi að gera það sem er bannað

 

Ef lífið þér ei líkar þá veistu að það

er alls ekki nauðsynlegt að umbera það

Þú ættir ekki bar‘að setja upp bros því það

Breytist ei neitt

Þó að þú sért lítil þú getur margt þú

mátt ei láta lítið stoppa þig eins og þú

Ef þú leyfir þeim að ráða hvernig ert þú

gætir alveg eins sagt

Að þér finnist það rétt

og það er rangt

Og ef það er rangt

Gerir þú það rétt

 

Ljós háralitur, Extra sterkur. Geymið þar sem börn ná ekki til. Hmm…

Glansandi hárolía fyrir karlmenn, Jebb!

 

Þegar allt verður hljótt heyrist hvellur um nótt

Því örlítið fræ hleypur stríðinu á fætur

Stormurinn hefst, tækifæri þá gefst

Því smávaxinn maur geymir kraft sem ei sést

Sérhvern dag byrjar klukkunnar tikk

Mér í hag, hoppa upp í einum rikk

Sértu fastur í sögu og vilt komast út

Þú mátt ekki sitja eða vera með sút

 

Þó að þú sért lítil þú getur margt þú

mátt ei láta lítið stoppa þig eins og þú

Ef þú leyfir þeim að ráða hvernig ert þú

Breytist ei neitt

 

Ef lífið þér ei líkar þá veistu að það

er alls ekki nauðsynlegt að umbera það

Þú ættir ekki bar‘að setja upp bros því að

Þú gætir alveg eins sagt

Að þér finnist það rétt

Og það er rangt

Og ef það er rangt

Gerir þú það rétt

 

Enginn breytir þessu í allt annað

Enginn nema ég get mig sjálfa sannað

Stundum er í lagi að gera það sem er bannað

 

Asnalegt

Bankaðu nú Jenný

Bankaðu nú

Vertu ekki asni

Bankaðu nú Jenný

Allt er í lagi

Vertu ekki asni

Hér eru dyr

Þú hefur séð þær fyrr

Dreptu á dyr

 

Sjá þig reyna að sleppa

Fyrir utan skrifstofu skólastjóra

Eins og lítið barn

Svo asnalegt

 

Sjá þig standa og hika

Hendur titra

Þetta er vandræðalegt

Þú ert ekkert barn

Þetta er asnalegt

Bankaðu nú Jenný

Hvers bíður þú? Bankaðu nú!

 

Kannski ég bíði, hugsanlega á fundi, ég vil ekki trufla eða verða til vandræða. Hún er sjálfsagt upptekin við eitthvað mikilvægt, ég ætti ekki að ónáða eða vera pirrandi. Það er ekkert sniðugt. Ég kem bara seinna þá.

 

En þetta barn

Er kraftaverk

 

Bankaðu nú Jenný

Bankaðu nú!

Vertu ekki asni!

 

Kæfiklefinn

Það er skápur, inni á skrifstofunni hennar, sem hún hendir óþekkum börnum í. Hann er smíðaður úr spýtum, gaddavír og glerbrotum.

Hér er staður

sem þú ferð á

ef þú óþekkur ert

úr gaddavír og spýtum gert

Þú getur hvergi sest

jafnvel þó það væri hægt

naglar botninn fylla svo þú fengir það ei bætt

Fýlan þar og þegar dyrnar lokast

Þá þú sérð ekki neitt

Ekki handanna skil

Þegar öskrar þú veist ei hvort það heyrðist út

Eða hvort það náði út um munnsins stút

 

Hátt

Fyrir löngu síðan þá þú gerðir einhver mistök

Þér finnst það ekki þér að kenna, Sjáðu til

Þú heldur að fólkið vilji hitta fólk sem er gáfað

Það krúttlegt er og sætt en alveg rangt

Fólki finnst þeir gáfuðu alltaf vera að sýna hvað þeir vita en ekki við

En ég hef ráð

Allt það sem þú veist,

Skiptir engu ef röddin þín er ekki reist

Innihald skiptir engu máli

Svo, Þú skalt því hafa..

 

HÁTT!

Þú þarft að láta þig sjást

Dag sem dimma nátt

Minna af skóm, meira af hæl

Minna af bla og meira smæl

Minni heila, meira hár

Það skiptir sko engu máli að vera klár

 

Enginn segir þér hvenær rassinn skal hrista

En þú mátt hann samt ekki fela og missa

Enginn þig sér nema þú standir út

Enginn í þér heyrir nema öskrir þú

Öllum sama er ef þér sama er

Svo litaðu þá hárið á þér

Þú skalt sýna allt sem þú átt

Jafnvel þó það sem þú átt sé svo smátt

 

Þú skalt hafa hátt

Þú þarft að láta þig sjást

Dag sem dimma nátt

Minna af bzzz, meira af zing

Minna af pshh, meira af schwang!

Minna af mömmufötunum

Meira af bam baramba barambam

 

Ég lít vel út!

Ekki þú.

 

Enginn segir þér hvenær rassinn skal hrista

En þú mátt hann samt ekki fela og missa

Enginn þig sér nema þú standir út

Enginn í þér heyrir nema öskrir þú

Öllum sama er ef þér sama er

Svo litaðu þá hárið á þér

 

Því minna sem það er þú stækkar það hjá þér

Ef segiru lítið þá hækkaru í þér

Verr sem þú leikur verðuru ekki smeykur

Verði sýningin smá, breytt’enni í vá

Stattu upp, stattu upp og hafðu…

 

HÁTT!

Þú þarft að láta þig sjást

Dag sem dimma nátt

Minna af

Meira af

Minna af

Meira af

 

Þú skalt hafa hátt

Dag sem dimma nátt

Þú skalt hafa hátt

Dag sem dimma nátt

Hátt, hátt, hátt, hátt, hátt, hátt…

Þú skalt hafa hátt!

Þetta barn

Vertu ekki asni Jenný

Stattu nú upp Jenný

Þú skalt labba inn og segja þeim hvað þér finnst

Slepptu því þá Jenný

Því meir sem þú reynir

Líturu út eins og fífl

Þetta er ekki þitt

Þú getur ekkert gert

Hundskastu aftur á skólabekk

 

En þetta barn

Er kraftaverk

En hún ekki veit

Hve einstök hún er

Og hvernig kennari væri ég?

Ef ég leyfð’enni að hrasa aðeins til, missa sig

Ég nú sé

Það sem hún þarf

Er einhver sem

Stendur með henni

 

Í staðinn fann hún mig

Asnalegu mig

Aðrar dyr lokast

En ég úti er

 

Már

Matilda, Nikulás og Hildigunnur: Ekki hægt

Tinna, Erik og Aldís: Alls ekki hægt

Lovísa og Amanda: Hann springa mun

 

Allir: Kannski ein sneið

Já eða tvær Már

Væri mjög gott

En jafnvel þú, Már

Munurinn á

Það gefur að sjá

Stærðinni á kökunni og þér

Ekki hægt! Víst hægt Már!

Alls ekki hægt, Það er víst hægt

Þetta er flott, Már!

Hann springa mun! Hann er liðugur!

Hann blása mun, stoppið hann!

Hann er sterkur, sjáið hann nú!

Get ei horft!

 

Það kannski sést

ég fæ það staðfest

það sem mig grunar

þú ert með orm, Már

En kannski er maginn

Ekki eins í laginn

Og miklu meira pláss gruna má

Ekki hægt! Víst hægt!

Alls ekki hægt! Það er víst hægt!

Þetta er flott Már!

 

Emm – Á – Err – Emm – Á – Err

 

Már

Það verður aldrei dregið að þér dár

ég veit það upp á hár

Ei falla tár, Már

Með hverjum bita verður hún meira og meira sár

Við töldum það ekki mögulegt

En hérna afsannast það

Ég get klárað en afgang samt á

 

Nú skaltu fylla magann, hann er ekki smár

Ekkert slór, Már

Leystu beltið nú og losa buxurnar

Oooooó! Áfram nú! Nikulás: Már

Þúrt næstum búinn! Amanda: Már

Hef á þér trú!

Þú mátt bara ekki hætta nú! Aldís: Már

Þá vinnur hún! Lovísa: Már

Áfram Már vertu hetja!

Fylltu þig allan af súkkulaði!

 

Már: Ég get ekki meira.

Matilda: Áfram Már, þú getur það!

Frenja: Þögn maðkar!

 

Allir:Oooooh! Már!

Það mun aldrei verða dregið að þér dár

ég veit það upp á hár

Ei falla tár, Már

Með hverjum bita verður hún meira og meira sár

Við töldum það ekki mögulegt

En hérna afsannast það

Ég get klárað en afgang samt….

aaaaaaáaaaaaaáaaaaaaáaaaaaáaaaaaaáaaaaaáaaaaaa

Er ég verð stór

Már: Er ég verð stór
Þá mun ég ná í hæstu greinarnar
á trjánum sem ég fæ að klifra í
þegar ég verð orðinn stór

Erik: Er ég verð stór
Þá verð ég klár og svörin veit við öllum
spurningunum sem ég þarf að svara áður
en ég verð stór

Amanda: Er ég verð stór
Ég mun borða nammi alla daga
og svo mun ég fara seint að sofa sérhvert kvöld
Lovísa: Vakna ég samt
þegar sólin skín og ég mun horfa
á sjónvarpið uns ég verð stjörf
Báðar: en sama er mér því ég verð orðin stór

Allir: Er ég verð stór
Allir: Er ég verð stór
Er ég verð stór
Er ég verð stór
Þá verð ég sterk
svo ég get borið allt það þunga
sem ég þarf alltaf að halda á
þegar ég verð stór

Er ég verð stór
Er ég verð stór
Er ég verð stór
Þá verð ég hugrökk svo ég hræðist ekki
skrímslin sem að leynast undir rúminu
þó ég sé orðin stór

Og er ég verð stór

Er ég verð stór

Verðlaun fæ þegar ég vil

Og ég leik með dót sem mamma segir að sé leiðinlegt

Vakna ég oft

þegar sólin skín og ég mun eyða

deginum í sólinni og ekki brenn

því ég verð orðin stór

Er ég verð stór

Ljúfa: Er ég verð stór
Þá verð ég hugrökk svo ég hræðist ekki
skrímslin sem að leynast undir rúminu
þó ég sé orðin stór

Er ég verð stór –

Matilda: Ef lífið þér ei líkar þá veistu að það

Er alls ekki nauðsynlegt að umbera það

Þú ættir ekki bara að setja upp bros því að það

breytist ei neitt

Ljúfa: Er ég verð stór –

Matilda: Þó að ég sé lítil þá get ég margt ég

má ei láta lítið stoppa mig eins og ég

ef ég leyfi þeim að ráða hvernig er ég

Ég gæti alveg eins sagt

að mér finnist það rétt

og það er rangt.

Hljóðlátt

Hefur þú kannski hugsað, því ég hef,

um það hvernig ég segi rautt?

Til dæmis mun ég aldrei vita hvort þú, sjáir rautt fyrir þér

eins og ég sé þá rautt er ég heyri sagt rautt.

Og ef við myndum ferðast næstum því á ljóshraða

og við tökum með ljós hvort það ljós myndi hverfa í burt frá oss

fullum ljóshraða á, sem er rétt á sinn hátt en ég segi það samt

 

Er ekki viss, en ég hugsa þá innra með mér

hvort ég sé kannski frábrugðin vinum mínum.

Þessi svör sem að koma til mín óumbeðin,

þessar tilbúnu sögur sem til mín oft berast

og þegar er öskrað því þau vilja öskra

eru lætin í höfði mér alltof mikil

og ég vildi það stoppa og pabba og mömmu

og sjónvarpið og sögurnar stoppuðu í smá.

 

Ég er ekki leið, en ég útskýrt það ekki get

en lætin breytast í reiði og reiðin er ljós

þessi bruni í hjarta mér hverfur þá smátt

samt ekki í nátt þessi hiti og öskrin,

hjartað mitt slær hratt, augun mín brenna

fljótlega verður allt, það verður allt…

 

Hljóðlátt, sem þögnin en samt ekki þagnað.

Bara svolítið hljóðlátt

eins og að stansa inni í djúpum skógi,

líkt og flettiru blaðsíðu í bók.

Hljóðlátt, sem þögnin en samt ekki þagnað.

Bara yndislegt hljóðlátt

er ég ligg kannski á hvolfi í rúmi mínu

eða hjartsláttur innra með mér.

 

Og þó að fólkið í kringum,

það hreyfir samt munninn

og orðin þau berast

en þau ná mér ekki samt.

Og það er hljóðlátt og mér er hlýtt.

Ég hef siglt, beint inn í miðjan storm.

Húsið mitt

Þetta þak veitir skjól fyrir regni

Þessi hurð lokar kuldann úti við

Þetta gólf, gefur stöðugleik og il

Á þessum stól, get ég skrifað sögur

Á þessum kodda, læt drauma bera mig burt

Og þetta borð, eins og þú sérð

er fyrir kvöldverð

 

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

Þó það sé smátt, þá er það samt nóg

 

Á þessum veggjum hanga fallegar myndir

Gegnum gluggann sé ég árstíðannafok

Við þetta ljós, get ég lesið, og þá finn ég frelsið

Þegar úti er kalt, ei óttast neitt

Jafnvel þó að geysi stormur, finn ég skjól

Við hlýja góða eldinn.

Og ég vil bara alltaf vera hér

 

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

Því þetta er mitt hús

Þetta er mitt hús

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

Þetta er mitt hús

Þetta er mitt hús

Þó það sé smátt, þá er það samt nóg

 

Þegar úti er kalt, ei óttast neitt

Jafnvel þó að geysi stormur, finn ég skjól

Við hlýja góða eldinn.

Þó að geysi norðanvindur

alveg sama er mér

Því allt það sem að ég þarfnast er hér

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

Þó það sé smátt, þá er það samt alveg nóg

 

Uppreisn

Már: Voooó

Aldrei mun hún aftur eyðileggja mig

Aldrei mun hún taka burt mitt frelsi

Og við aldrei gleymum þegar við

Allir: gerðum það sem var bannað

 

Már: aldrei mun Allir: kæfiklefinn opnast

Már: aldrei mun Allir: neinn níðast á mér

Már: aldrei mun ég efast er Allir: mamma mín segir ég sé kraftaverk

aldrei

aldrei mun ég lokast inni

Aldrei gerist neitt því

 

Við erum uppreisnarseggir

Lifum á uppreisnaröld

Syngjum uppreisnarlög

Notum uppreisnarorð

Við verðum uppreisnarseggir

Þar til uppreisn lokið er

og við frenju burtu temjum gerum uppreisn

 

Við erum uppreisnarseggir

Lifum á uppreisnaröld

Syngjum uppreisnarlög

Notum uppreisnarorð

Við verðum uppreisnarseggir

Þar til uppreisn lokið er

og við frenju burtu temjum gerum uppreisn

 

Nikulás: Við munum öskra rosa hátt!

Lovísa: Fáðu þér hokkíprik sem sverð og taktu þátt

Aldís: Þarf ekki lengur að hafa lágt

Hildigunnur: Við finnum krítina í nátt

Erik: Skrifum ljót orð þarna sátt

Tinna: Samt engin móðgun

Allir: Gerum uppreisn!

 

Ég get stafað það sem ég vil

Geri margir rangt verður rangt orðið rétt

sérhvert orð sem er BA-N-N-AÐ

Því við erum smá óþekk

Reglunum verðum við að fylgja

Ef við óhlýðnumst á sama tíma

Þá getur Frenja alls ekkert gert

 

Már: Hún getur hirt sleggjuna sína

Allir: ertu tilbúin í þetta nú?

Við getum ekki snúið við

U-P-P-R-E-I-S-N Már: Koma svo!

Uppreisnarseggir

Uppreisnarseggir

Við gerum U-P-P-R-E-I-S-N

Það er of seint fyrir þig, við gerum uppreisn

 

Við erum uppreisnarseggir

Lifum á uppreisnaröld

Syngjum uppreisnarlög

Notum uppreisnarorð

Við verðum uppreisnarseggir

Þar til uppreisn lokið er

Það er of seint fyrir þig

Við erum uppreisnarseggir

Lifum á uppreisnaröld

Syngjum uppreisnarlög

Notum uppreisnarorð

Við verðum uppreisnarseggir

Þar til uppreisn lokið er

 

Það er of seint fyrir þig við gerum uppreisn!

Töframaðurinn og loftfimleikadrottningin

Matilda: Einu sinni voru tvær miklar sirkusstjörnur , töframaður, sem gat losað sig úr hvaða prísund sem er og loftfimleikadrottning, sem var svo hæfileikarík að það var eins og hún gæti flogið í raun og veru, urðu ástfangin og giftust. Þau sýndu stórkostleg atriði saman, og fólk kom allstaðar að til þess eins að sjá þau leika listir sínar. Kóngar, drottningar, jafnvel geimfarar og fleira frægt fólk, kom til að sjá atriðin þeirra og einnig ástina sem þau báru hvort til annars. Ást þeirra var svo heit að sagt var að kettir mjálmuðu er þau gengu framhjá og hundar styndu af gleði.

Þau fluttu inn í glæsilegt gamalt hús í enda bæjarins og á kvöldin gengu þau saman undir stjörnunum og börnin í nágrenninu biðu í ofvæni eftir að fá að sjá glansandi hvíta trefilinn sem loftfimleikadrottningin bar ætíð um hálsinn og þá hrópuðu þau, atriði, atriði, og þau sýndu stórkostleg atriði, bara fyrir þau.

Jafnvel, þótt þau elskuðu hvort annað og jafnvel þótt þau væru fræg og fólk dáði þau, voru þau sormædd.

Loftfimleikadrottningin: Við eigum allt

Matilda: Við eigum allt sem heimurinn gæti hugsanlega gefið okkur, sagði konan.

Töframaðurinn: Við eigum allt

Matilda: En við eigum ekki það sem við þráum heitast af öllu.

Bæði: En það eina

Matilda: Við eigum ekki barn.

Töframaðurinn: Þolinmæði

Matilda: Sýndu þolinmæði ástin mín, svaraði maðurinn. Tíminn stendur með okkur, jafnvel tíminn elskar okkur.

En tíminn, er það eina sem enginn fær stjórnað, og er tíminn leið, urðu þau eldri en eignuðust aldrei barn. Á kvöldin, hlustuðu þau á þögnina sem ómaði um stóra tóma húsið þeirra, og ímynduðu sér hversu yndislegt það væri ef það væri fyllt  hlátrasköllum frá börnum í leik.

Fjóla: Ooo Matilda, þetta er svo sorglegt.

Matilda: Á ég að hætta?

Fjóla: Ekki dirfast!

Matilda: Sorgin yfirtók líf þeirra og þau einbeittu sér sífellt meira að starfi sínu, þar sem vinnan var það eina sem frelsaði þau frá þeim óendanlega harmleik, sem líf þeirra var.

Þess vegna, ákváðu þau að sýna hættulegasta atriði sem hefði nokkurntímann verið gert. Það er kallað, sagði maðurinn þegar heimspressan kom, hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu! Og þetta er hættulegasta atriði sem nokkurntímann hefur verið sýnt.

Þetta eru örlög okkar. Sagði konan og brosti í sorg sinni er hún smeygði hönd sinni í lófa mannsins. Hingað hefur einmanaleikinn leitt okkur.

 

Loks rann stóri dagurinn upp. Það var eins og allur heimurinn hefði komið saman til þess einsa að sjá sýninguna: Hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu!

Allt þetta var skipulagt af systur loftfimleikadrottningarinnar, fyrrverandi heimsmeistara í kúluvarpi, sem elskaði ekkert meira en að hræða börn bæjarins . Fólk vissi að með dökka hjartanu sínu þoldi hún ekki systur sína og hennar velgengni.

Skyndilega steig töframaðurinn fram, klæddur í búninginn sinn með skikkju vafða um hálsinn og stóran pípuhatt á höfðinu, en hvergi sást loftfimleikadrottningin, með hvíta trefilinn sinn. Fljótlega þagnaði tónlistin og þrúgandi þögn fyllti salinn er töframaðurinn steig inn í miðju hringsins og kallaði: Dömur mínar og herrar. Strákar og stelpur, hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu! Hefur verið aflýst!

Fjóla: NEI! Úps, haltu áfram.

Matilda: Áhorfendur gripu andann á lofti. Aflýst, vegna þess að konan mín er, ólétt!

Algjör þögn ríkti, það hefði mátt heyra flugu ropa. En skyndilega stóðu áhorfendur upp úr sætunum og fögnuðu ákaft, full þakklætis og ánægju fyrir hönd hjónanna.

Atriðið var gleymt og grafið og fagnaðarlætin entust í rúmlega klukkutíma.

Fjóla: Svo sagan endar vel?

Matilda: Gleymt, af öllum, nema systur loftfimleikadrottningarinnar. Þegar fagnaðarlætin höfðu minnkað, steig hún fram og rétti fram samning.

Fjóla: Samning?

Matilda: Samningur sem segir að þið skuluð sýna atriðið og atriðið skuluð þið því sýna. Ég hef borgað fyrir sýningarhald, veitingar, kynningu, klósettaðstöðu. Ef ég skila öllu aftur, hvert fer þá gróðinn? Samningur er samningur er samningur! Hendur mínar eru bundnar. Hin brennandi kona! Svífur gegnum loftið, með dínamít í hárinu yfir hákarla og beitta hluti, gripin af manninum sem er læstur í búrinu! Verður sýnt og sýnt í dag eða í fangelsi farið bæði tvö!

 

Rólega, mjög rólega, vafði loftfimleikadrottning treflinum sínum um háls eiginmannsins.

Gangi þér vel ástin mín. Sagði hún og kyssti hann blíðlega. Brostu, við höfum gert þetta þúsund sinnum. En skyndilega faðmaði hún hann að sér eins þétt og hún gat, og svo þétt að hann hélt að hún myndi faðma allt loft úr honum.

Þau undirbjuggu sig fyrir hættulegasta atriði sem nokkurntímann sýnt hafði verið. Töframaðurinn þurfti að komast út úr búrinu, teygja sig fram, grípa konuna sína með annarri hendi og slökkvitækið með hinni, slökkva eldinn og það allt á undir tólf sekúndum, áður en eldurinn næði dínamítinu og sprengdi konuna í loft upp.

Fjóla: AAAAAA! (Matilda horfir á hana spurnaraugum) Fyrirgefðu, haltu áfram.

Matilda: Atriðið gekk vel í fyrstu. Sérhannaði eldkjóllinn var tendraður og loftfimleikadrottningin sveiflaði sér upp í loftið. Áhorfendur héldu niðri í sér andanum á meðan hún sveif í loftinu yfir hákarlana og beittu hlutina. 1 sekúnda, 2 sekúndur… Þau fylgdust með er logarnir færðust upp kjólinn. 3 sekúndur, 4 sekúndur… Hún teygði fram handleggina í áttina að búrinu. 5 sekúndur, 6 sekúndur… Skyndilega opnuðust lásarnir og stóru keðjurnar hrundu niður. 7 sekúndur, 8 sekúndur… Dyrnar opnuðust og töframaðurinn rétti fram annan sterkbyggða handlegginn, tilbúinn að grípa konuna sína og barnið sem hún gekk með. 9 sekúndur, 10 sekúndur… 11 sekúndur, hann greip hönd hennar, togaði hana til sín og slökkti allan eldinn.

Fjóla: Húrra! Svo sagan endar vel!

Matilda: Nei.

Fjóla: Nei?

Matilda: Nei. Kannski var það hugsunin um barnið, kannski voru það taugarnar, en töframaðurinn notaði óvart of mikið af froðu og skyndilega urðu hendurnar of sleipar og hún féll.

Fjóla: Nei. Var í lagi með hana?

Hún braut hvert og eitt einasta bein í líkama sínum nema þau sem höfðu haldið í hönd mannsins þegar hún féll. Hún lifði nógu lengi til að fæða barnið en það reyndi of mikið á.

Elskaðu litlu stúlkuna okkar, elskaðu hana af öllu hjarta. Hún er allt það sem við þráðum.

Elskaðu stúlkuna, því að hún er allt. Sagði hún og kvaddi þennan heim.

Matilda: Síðan, versnaði allt.

Fjóla: Versnaði? Það getur ekki hafa versnað.

Matilda: Þar sem töframaðurinn var svo blíður, kenndi hann systur konu sinnar aldrei um slysið. Í rauninni bauð hann henni að flytja inn til þeirra og hjálpa honum að sjá um dóttur sína. Hún var virkilega andstyggileg við litlu stúlkuna, neyddi hana til að þvo, strauja, skúra og elda matinn, og ef litla stúlkan gerði eitthvað rangt var hún barin en samt alltaf bara í laumi svo að töframanninn grunaði aldrei neitt. Þannig að aumingja litla stúlkan ólst upp með verstu, grimmustu og hrikalegustu frænku sem þið getið ímyndað ykkur.

 

Á kvöldin, grét dóttir töframannsins sig í svefn, alein inni í herbergi. Töframaðurinn vissi ekki neitt og dóttir hans sagði heldur ekki orð um þetta, vegna þess að hún vildi ekki bæta á sorg föður síns. Það hvatti frænkuna til verri illverka og eitt kvöldið sprakk hún af reiði.

Þú ert gagnslaust, skítugt og ógeðslegt lítið gerpi!

Hún barði hana og henti henni niður í skítugan, myrkan og rykugan kjallara. Læsti dyrunum og fór út. En þann dag, kom töframðurinn snemma heim, og er hann heyrði óminn af gráti dóttur sinnar braut hann upp hurðina!

Töframaðurinn:

Grát ei, grát ei meir, ég er hér dóttir kær

grát ei meir, brostu nú, þerraðu þín tár, elsku barn

fyrirgefðu

ég vildi þig ekki særa

grát ei, dóttir kær, ekkert þig meiðir,

óttinn hverfur frá þér

ég er hér

 

Hef ég verið svo heltekinn af sorg yfir láti eiginkonu minnar að ég gleymdi því sem skipti okkur mestu máli. Ég elska þig svo mikið elsku dóttir mín. Ég mun eyða restinni af lífi mínu til að bæta þér það. Við verðum saman að eilífu.

Matilda:

Grát ei, pabbi, ég er í lagi pabbi

grát ei meir, hér lof mér að strjúka burtu tár

Fyrirgefðu mér pabbi, ég vildi þig ekki særa

Gráttu alls ekki meir, það er allt í læ

með þig mér við hlið, ég óttast ei meir

þú ert hér

 

Þegar litla stelpan var sofnuð, fór töframaðurinn að hugsa um systur loftfimleika-drottningarinnar og reiðin blossaði upp djúpt í hjarta hans.

Þessi djöfull, þetta illmenni, þetta skrímsli. Hún hefur eyðilagt minninguna um eiginkonu mína, hún braut traust sinnar eigin systur. Hún var hrikaleg við það sem var okkur hjónunum kærast. Að kvelja börn er leikur hennar, við skulum þá sjá hvernig hún tekur því er fullvaxinn maður mætir henni í návígi!

En þetta var í síðasta skipti sem litla stúlkan sá föður sinn. Því hann kom ekki heim, aldrei aftur.